By Pála Margrét Gunnarsdóttir
Nan brauð — Hilduromars.is
Þetta er nan brauðs uppskriftin sem ég geri alltaf og ég þarf bara ekkert að prófa fleiri held ég. Þetta er uppskrift sem mamma fann á pinterest og kemur af heimasíðunni, www.veggiedesserts.com. Ég á því engan heiður af þessari uppskrift en gef mér bessaleyfi að birta hana hér, ég er nefninlega all
Updated at: Wed, 10 Apr 2024 17:31:13 GMT
Nutrition balance score
Uh-oh! We're unable to calculate nutrition for this recipe because some ingredients aren't recognized.
Ingredients
3 servings
Instructions
Step 1
Þetta er nan brauðs uppskriftin sem ég geri alltaf og ég þarf bara ekkert að prófa fleiri held ég. Þetta er uppskrift sem mamma fann á pinterest og kemur af heimasíðunni, www.veggiedesserts.com. Ég á því engan heiður af þessari uppskrift en gef mér bessaleyfi að birta hana hér, ég er nefninlega alltaf spurð um uppskrift þegar ég sýni nan brauðið á instagram og hef ég bætt við smá auka leiðbeiningum hvernig hægt er að gera það enn betra ef þú ert með gaseldavél. Það besta er að uppskriftin er einföld og kallar ekki á hefunartíma. Það er því hægt að vera spontant og henda í þetta nan á meðan pottrétturinn mallar.
Step 2
Ég er ekki með gas en ef þú ert með gas verður þetta brauð ennþá skemmtilegra.
Step 3
Blandið því þurra saman og bætið svo jógúrtinni útí og hnoðið þar til orðið að deigklumpi.
Step 4
Skiptið deiginu upp í 6 litla bita og rúllið upp í kúlur.
Step 5
Steikið á þurri pönnu á hvorri hlið.
Step 6
Ef þú ert með gas!
Step 7
Þegar búið er að steikja brauðið á pönnu má taka pönnuna af gasinu og setja brauðið beint á gasið og þá ætti það að þenjast út. Þetta tekur örfáar sekúntur. Kippið svo brauðinu af þegar það er fullþanið svo það brenni ekki. Það ættu líka að myndast svona smá brenndir blettir í brauðinu sem gerir það eins og af ekta indverskum veitingastað.
Step 8
Verði ykkur að góðu.