Samsung Food
Log in
Use App
Log in
By Svala H. Sigurdardottir

Pottabrauð

Það er fátt betra en nýbakað brauð og hér er dúnmjúkt pottabrauð með stökkri skorpu sem er bakað í potti. Þessi uppskrift er ofureinföld og ekkert vesen að búa brauðið til.
Updated at: Sat, 06 Jul 2024 21:55:31 GMT

Nutrition balance score

Uh-oh! We're unable to calculate nutrition for this recipe because some ingredients aren't recognized.

Ingredients

0 servings

1þurrgersbréf
1 msksykur
250mlvatn
volgt
2 tsk. salt
2 tsksalt
350ghveiti

Instructions

Step 1
Setjið þurrger, sykur og volgt vatn saman í hrærivélarskálina og leyfið að standa í um 5 mínútur þar til gerið fer að freyða.
Step 2
Hellið þá saltinu saman við og hveitinu í nokkrum skömmtum, hrærið á lægsta hraða með króknum þar til deigið byrjar að losna frá hliðunum (deigið er aðeins klístrað og það er allt í lagi).
Step 3
Hjúpið deigkúluna með vel af hveiti og leyfið að hefast í hrærivélarskálinni í klukkustund.
Step 4
Takið deigið þá úr skálinni og færið yfir á hveitistráðan flöt á borði, togið deigið inn að miðju eins og þið séuð að pakka því inn allan hringinn, snúið því svo við og mótið fallega kúlu.
Step 5
Setjið kúluna í skál með sléttu hliðina upp sem búið er að strá hveiti í botninn og stráið aftur hveiti allan hringinn svo það festist ekki við skálina í seinni hefun, leyfið að hefast í skálinni í 30 mínútur.
Step 6
Hitið á meðan ofninn í 220° og setjið pottinn inn í á meðan til að hita hann.
Step 7
Takið deigkúluna varlega upp úr skálinni og leggið hana í heitan pottinn, nú má slétta kúluhliðin snúa niður svo smá óreglulegt mynstur komi við baksturinn.
Step 8
Bakið með lokið á pottinum í 30 mínútur, takið lokið þá af og bakið aftur í 10 mínútur.
Step 9
Leyfið brauðinu síðan að kólna í um 15 mínútur áður en það er skorið niður.

Notes

0 liked
0 disliked
There are no notes yet. Be the first to share your experience!