Samsung Food
Log in
Use App
Log in
By Svala H. Sigurdardottir

Ostafyllt brauðstangajólatré

Þetta ostafyllta brauðstangajólatré var undursamlegt
Updated at: Sat, 06 Jul 2024 21:58:39 GMT

Nutrition balance score

Uh-oh! We're unable to calculate nutrition for this recipe because some ingredients aren't recognized.

Ingredients

0 servings

660ghveiti
1 msksykur
2 tsk. salt
2 tsksalt
1 pkþurrger
400mlvolgt vatn
2 mskólífuolía
0.5 pokiCheddar osti
Rúmlega

Instructions

Step 1
Setjið þurrefnin í hrærivélarskál með krókinn á og hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið í nokkrar mínútur.
Step 2
Penslið stóra skál með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr olíunni, plastið skálina og leyfið að hefast í um 1 klukkustund.
Step 3
Hitið ofninn í 200°C.
Step 4
Skiptið deiginu næst í tvo hluta. Fletjið annan út og mótið nokkurs konar jólatré/þríhyrning úr honum sem þekur bökunarplötu (á bökunarpappír) eins og unnt er (hægt að teikna á smjörpappír. Líka gott að renna hnífnum laust eftir deiginu til að gera smá línu áður en skorið er af deiginu til að það sé um það bil eins báðu megin.
Step 5
Penslið með hvítlaukssmjöri (sjá uppskrift að neðan) og stráið cheddar ostinum yfir smjörið.
Step 6
Fletjið hinn helming deigsins út og leggið ofan á, skerið síðan eftir línunum.
Step 7
Ímyndið ykkur síðan að það sé stofn upp með miðju jólatrénu og skerið jafnar lengjur til beggja hliða út frá „stofninum“, þær mega vera um 3 cm á breidd.
Step 8
Snúið síðan upp á hverja lengju svo úr verði snúin brauðstöng, það er allt í lagi þó smá ostur hrynji út.
Step 9
Penslið aftur með hvítlaukssmjöri og bakið í 15-20 mínútur eða þar til tréð er orðið vel gyllt.
Step 10
Takið úr ofninum og penslið einu sinni enn með vel af hvítlaukssmjöri.
Step 11
Njótið með pizzasósu.

Notes

0 liked
0 disliked
There are no notes yet. Be the first to share your experience!